Búddistafélag Íslands vill fá lóð undir taílenskt búddahof í Hádegismóum við Rauðavatn. Páll Júlíusson sem rekur málið fyrir búddista segir í bréfi sem hann sendi í fyrra til Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, þáverandi borgarstjóra, að frumkvæði og fjármögnun búddamusteris á Íslandi væri í umsjá auðkýfingsins Dr. Prasert Prasathong Osoth. Sá eigi meðal annars Bangkok Airways og starfi að málinu fyrir hönd Galayani Vadhana prinsessu sem sé systir konungsins í Taílandi.